Kennsla / Námskeið

Skráning er hafin á golfnámskeið vetrarins sem byrjar í janúar 2025 og er 6 skipti
 
 

Golfnámskeið vetrarins hefjast í janúar 2025 og eru 6 skipta námskeið einu sinni í viku 45 mín í senn/4 saman í hópi. Þrjár kennslustundir í janúar(13.-31) og 3 kennslustundir í febrúar og mars(17. feb til 7. mars). 

Kennt er frá kl 7:00-14:30 mánudaga-föstudaga.

Nýskráðir / Innskráðir nemendur geta skráð sig sjálfir á námskeið.

Aðgangur í golfherma Golfhallarinnar Granda meðan á námskeiði stendur er innifalinn(1 í hverjum hermi). Ef hermar eru lausir er innifalið fyrir meðlimi Golfhallarinnar sem eru þátttakendur á vetrarnámskeiði að hita upp í 15 mín fyrir- og/eða slá á eftir  kennslustund án þess að rukkað sé fyrir það sérstaklega.  Fyrir kylfinga sem ekki eru meðlimir í Golfhöllinni en á námskeiðinu kostar upphitunin/úrvinnslan 1500 krónur hálftíminn.Í tveggja vikna kennsluhléinu fá nemendur æfingaáætlun sem hugsuð er til að festa í sessi það sem lagt er til grundvallar fyrstu þrjár vikurnar áður en haldið er áfram og unnið með flóknari þætti.

Námskeiðið kostar 50.000 kr

Nánari upplýsingar gefur Ragga í síma 822 5660 / netfang: ragga@golfhollin.is